Veitingar
Þegar þér hentar
Veitingaaðstaðan okkar er björt og aðlaðandi. Við getum þjónað 25 manns til sætis.
Matseðillinn okkar byggir á hráefni úr nærumhverfinu og allar máltíðir eru framreiddar úr eldhúsinu okkar.
Lambakjötið á matseðlinum er af okkar eigin lömbum, silungurinn er veiddur í Nykurvatni og þorskur og ýsa eru keypt af smábátasjómönnum á Vopnafirði.
Við bjóðum uppá sér matseðla fyrir hópa.
Sumaropnun:
- Morgunverður er borin fram frá kl. 8.00 – 10.00.
- Kvöldverður er borin fram frá kl. 18.00 – 21.00 alla daga frá fyrsta júlí.
Haust- og vetraropnun:
- Við opnum þegar þér hentar. Athugið að það þarf að panta mat fyrirfram.