Heimagisting í sveitinni

með óviðjafnanlega fjallasýn

Notarleg smáhýsi

með öllum þægindum sem á þarf að halda og óviðjafnanlegu útsýni
Hér er allt á einum stað

Njóttu þín

Síreksstaðir er fjölskyldubýli í Vopnafirði. Við veitum þér hlýlegar og notarlegar móttökur og öll aðstaða er eins og best verður á kosið.

Við erum staðsett í friðsælum og veðursælum dal þar sem náttúran og útsýnið eru engu lík. Við bjóðum þér að slaka á fjarri öllu stressi og njóta íslenskrar náttúru eins og hún gerist best.

Okkar markmið er að gera þína dvöl eins heimilislega og hægt er. Við getum aðstoðað við að skipuleggja skoðanaferðir um nágrennið, sem og skipuleggja áframhaldandi ferðalög um norður- og austurland.

Síreksstaðir úr lofti
Þessi skemmtilega drónaupptaka sýnir Síreksstaði og náttúruna í kring.
Morgunverður
Við afgreiðum morgunverð eftir pöntun. Ef um séróskir er að ræða gerum við okkar besta til að uppfylla þínar þarfir.
Afbókanir
Afbókanir verða að berast með að minnsta kosti 30 daga fyrirvara. Ef afbókun berst innan 30 daga rukkum við fullt gistigjald.
Innritun  / Útritun
Innritun er frá klukkan 16:00 á bókuðum komudegi og útritun er fyrir klukkan 12:00 á hádegi á brottfarardegi.
Frítt net og önnur aðstaða
Allir gestir okkar hafa aðgang að setustofu með sjónvarpi, þvottahúsi, bílastæðum og ókeypis internettengingu.

Ertu til í að leggja land undir fót?

Langar þig að losna úr daglega stressinu og slaka á í rólegu umhverfi þar sem náttúran er innan seilingar? Langar þig að upplifa daglegt líf á litlum sveitabæ, njóta ferskrar matvöru beint af býli og vingjarnlegra dýra? 

Við bjóðum þér upp á notarleg herbergi eða smáhýsi, hreint út sagt magnað útsýni í óspilltri náttúru og nóg af spennandi dægradvöl fyrir fjölskylduna. 

Gott er að bóka sem fyrst til að missa ekki af. 

Leit